42 Prius bílar innkallaðir á Íslandi 12. febrúar 2014 11:37 Toyota Prius Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Toyota hefur ákveðið að innkalla tæplega tvær milljónir Prius bíla á heimsvísu eftir að upp komst um hugbúnaðarvillu sem getur valdið því að bílarnir nema staðar. Fyrirtækið segir að því hafi borist ellefu tilkynningar frá Evrópu um hugbúnaðarvandann sem hefur þó enn ekki valdið slysum eða alvarlegu tjóni. Komi vandinn upp í bílnum eru líkur á því að hann skipti yfir á hina svokölluðu „Failsafe" stillingu sem gerir honum kleift að aka áfram en með minna afli. Toyota hefur tekið fram að aðrir bílar fyrirtækisins búi ekki við sama vanda enda keyri þeir á öðru kerfi. Íslenskir ökumenn munu ekki fara varhuga af innkölluninni en 42 Prius eigendur munu fá bréf á næstu dögum. Páll Þorsteinsson, talsmaður Toyota, segir að eigendur fái boð frá Toyota umboðinu þegar íhlutir í bílana séu komnir til landsins og ítrekar Páll að ekki stafi mikil hætta stafi af biluninni. Nánari upplýsingar veitir Toyota á Íslandi.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent