Toyota hættir framleiðslu í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 09:46 Úr verksmiðju Toyota í Ástralíu. Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent