Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir var í kvöld kosin besta leikkona í aukahlutverki á Eddunni fyrir frammistöðu sína í Málmhaus.
Halldóra er í heimsreisu og því tók dóttir hennar, Steiney Skúladóttir við verðlaununum fyrir hennar hönd.
Steiney fór gjörsamlega á kostum eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Án efa ein hressasta þakkarræða ársins.
