Móðir ók með þrjú börn sín í sjóinn Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 10:00 Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent