Nissan ætlar framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 08:45 Nýr Nissan Qashqai er sá heitasti nú um stundir. Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður