Nýr Toyota Aygo í Genf Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 13:15 Toyota Aygo sem kemur nýr af árgerð 2015. Toyota kynnir nú nýjan Aygo á bílasýningunni í Genf í dag, 4. mars. Bíllinn verður kynntur á Íslandi í byrjun september 2014. Helstu nýjungar í Aygo eru nýtt útlit að utan sem innan, endurbætt hljóðeinangrun, aukinn staðalbúnaður og aukinn öryggisbúnaður. X-laga innfelling á framenda sem útfæra má á mismunandi vegu verður einkennandi fyrir nýjan Aygo. Nöfn á mismunandi útfærslum bílsins eru sótt í þessa hönnun. Í samtali við Pál Þorsteinsson upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi kemur Aygo til að byrja með verða boðinn í þremur útfærslum á Íslandi, Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite. Ekki verður geislaspilari í nýjum Aygo. Stuðst verður við Aux og USB tengi til að streyma tónlist af spilurum. Skemmtilega djörf hönnun er á framenda hins nýja Aygo og X-laga áberandi lína leikur um hann. Aygo deilir sem fyrr vélum, undirvagni, framrúðu og hurðum með Peugeot 108 og Citroën C1 smábílunum, en hann verður engu að síður nokkuð ólíkur þeim vegna þessa djarfa framenda. Nýr Aygo hefur lengst um 25 millimetra, höfuðrými um 7 millimetra og skottrými eykst um 25 lítra, í 168 lítra. Innanrými bílsins.Djarfur litur og djarft útlit. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent
Toyota kynnir nú nýjan Aygo á bílasýningunni í Genf í dag, 4. mars. Bíllinn verður kynntur á Íslandi í byrjun september 2014. Helstu nýjungar í Aygo eru nýtt útlit að utan sem innan, endurbætt hljóðeinangrun, aukinn staðalbúnaður og aukinn öryggisbúnaður. X-laga innfelling á framenda sem útfæra má á mismunandi vegu verður einkennandi fyrir nýjan Aygo. Nöfn á mismunandi útfærslum bílsins eru sótt í þessa hönnun. Í samtali við Pál Þorsteinsson upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi kemur Aygo til að byrja með verða boðinn í þremur útfærslum á Íslandi, Aygo x-Play, Aygo x-Wave og Aygo x-Cite. Ekki verður geislaspilari í nýjum Aygo. Stuðst verður við Aux og USB tengi til að streyma tónlist af spilurum. Skemmtilega djörf hönnun er á framenda hins nýja Aygo og X-laga áberandi lína leikur um hann. Aygo deilir sem fyrr vélum, undirvagni, framrúðu og hurðum með Peugeot 108 og Citroën C1 smábílunum, en hann verður engu að síður nokkuð ólíkur þeim vegna þessa djarfa framenda. Nýr Aygo hefur lengst um 25 millimetra, höfuðrými um 7 millimetra og skottrými eykst um 25 lítra, í 168 lítra. Innanrými bílsins.Djarfur litur og djarft útlit.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent