Fyrsti bíll Schreyer fyrir Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 11:45 Hyundai Intrado jepplingurinn. Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent
Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent