Aukin bílasala í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 09:19 Stefnir í 9.000 bíla sölu í ár. Sala nýrra bíla í nýliðnum febrúar var 562 bílar og jókst um 32,9% frá síðasta ári, en þá seldust 423 bílar. Kemur þessi aukning í kjölfar 21,2% aukningar í janúar og því nemur söluaukningin það sem af er ári 26,5%. Ef sala bílaleigubíla er dregin frá þá jókst salan í febrúar um 9,5% og salan í janúar um 19,7%. Án bílaleigubíla jókst salan fyrstu tvo mánuði um 15,0%. Þetta er meiri vöxtur en búist var við og greinilegt að bæði fyrirtæki og einstaklingar eru farin að endurnýja bíla sína enda margir þeirra orðnir ansi gamlir og mikið eknir. Það er einnig áhugavert, og til marks um breyttar áherslur bílkaupenda, að af mest seldu fólksbílunum á almenna markaðnum, að frádreginni sölu til bílaleiga í febrúar eru tveir smábílar, Ford Fiesta og Toyota Yaris. Þriðji bíllinn, sem seldist álíka vel er svo jepplingurinn Honda CR-V, en jepplingar hafa mjög átt uppá pallborðið undanfarið. Leiða má að því líkum, miðað við þessa ágætu sölu í byrjun árs, að 9000 bílar seljist á árinu. Í fyrra seldust 7913 bílar og stefnir í 14% vöxt. Ef þessi spá gengur eftir þá er samt ekki um að ræða neitt sérstaklega stóran bílamarkað á þessu ári. Meðalsala bíla undanfarin 10 ár hefur verið um 11.500 bílar á ári þannig að enn nokkuð mikið svigrúm til vaxtar.Sala fólksbíla án bílaleigubíla í febrúarTegund Sala í febrúar Ford Fiesta 16 Toyota Yaris 16 Honda CR-V 16 Renault Clio 13 Volkswagen Golf 11 Skoda Octavia 10 Toyota Land Cruiser 10 Chevrolet Spark 10 Chevrolet Captiva 10 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent
Sala nýrra bíla í nýliðnum febrúar var 562 bílar og jókst um 32,9% frá síðasta ári, en þá seldust 423 bílar. Kemur þessi aukning í kjölfar 21,2% aukningar í janúar og því nemur söluaukningin það sem af er ári 26,5%. Ef sala bílaleigubíla er dregin frá þá jókst salan í febrúar um 9,5% og salan í janúar um 19,7%. Án bílaleigubíla jókst salan fyrstu tvo mánuði um 15,0%. Þetta er meiri vöxtur en búist var við og greinilegt að bæði fyrirtæki og einstaklingar eru farin að endurnýja bíla sína enda margir þeirra orðnir ansi gamlir og mikið eknir. Það er einnig áhugavert, og til marks um breyttar áherslur bílkaupenda, að af mest seldu fólksbílunum á almenna markaðnum, að frádreginni sölu til bílaleiga í febrúar eru tveir smábílar, Ford Fiesta og Toyota Yaris. Þriðji bíllinn, sem seldist álíka vel er svo jepplingurinn Honda CR-V, en jepplingar hafa mjög átt uppá pallborðið undanfarið. Leiða má að því líkum, miðað við þessa ágætu sölu í byrjun árs, að 9000 bílar seljist á árinu. Í fyrra seldust 7913 bílar og stefnir í 14% vöxt. Ef þessi spá gengur eftir þá er samt ekki um að ræða neitt sérstaklega stóran bílamarkað á þessu ári. Meðalsala bíla undanfarin 10 ár hefur verið um 11.500 bílar á ári þannig að enn nokkuð mikið svigrúm til vaxtar.Sala fólksbíla án bílaleigubíla í febrúarTegund Sala í febrúar Ford Fiesta 16 Toyota Yaris 16 Honda CR-V 16 Renault Clio 13 Volkswagen Golf 11 Skoda Octavia 10 Toyota Land Cruiser 10 Chevrolet Spark 10 Chevrolet Captiva 10
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent