Óskarsverðlaunin 2014: Allir sigurvegararnir Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 01:42 Verðlaunaleikararnir (frá vinstri): Matthew McConaughey, Lupita Nyong'o, Jared Leto og Cate Blanchett. vísir/getty Það var mynd leikstjórans Steves McQueen, 12 Years a Slave, sem var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Myndin hlaut þrenn verðlaun en flest verðlaun fóru til vísindaskáldsögunnar Gravity, en aðstandendur hennar fóru heim með heilar sjö styttur. Það var leikkonan Cate Blanchett sem var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina Blue Jasmine en Matthew McConaughey var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club Í aukahlutverkum voru það þau Jared Leto úr Dallas Buyers Club og leikkonan Lupita Nyong'o sem þóttu best. Leto hélt langa þakkarræðu og talaði meðal annars mikið um móður sína. „Árið 1971 var unglingsstúlka í Louisiana ólétt af sínu öðru barni. Hún hafði hætt í skóla og var einstæð móðir. Einhvern veginn náði hún að skapa sér og börnum sínum betra líf. Sú stúlka er móðir mín og hún er hér í kvöld. Ég vil bara segja: „Ég elska þig mamma og takk fyrir að kenna mér að dreyma,“ sagði leikarinn meðal annars þegar hann tók við verðlaununum. Þá þakkaði hann líka bróður sínum og minntist á hrikalegt ástand í Úkraínu og Venesúela. „Við hugsum til ykkar í kvöld.“Nyong'o táraðist í miðri ræðu.vísir/gettyNyong'o var greinilega brugðið og fór að gráta í miðri þakkarræðu. „Já! Ég veit að mikil gleði í mínu lífi er sprottin úr sársauka annarra,“ sagði hún og þakkaði meðal annars meðleikara sínum Michael Fassbender. „Þú ert kletturinn minn.“ Hún lauk síðan ræðunni á þessum orðum: „Þegar ég lít á þessa gylltu styttu minnir hún mig á að draumar eru gildir, sama hvaðan maður er.“ Ástralski búningahönnuðurinn Catherine Norris hlaut verðlaun fyrir bestu búningana fyrir The Great Gatsby. Hún er eiginkona leikstjórans Baz Luhrmann og þakkaði honum í ræðunni. Kvikmyndin hlaut einnig verðlaun fyrir leikmyndahönnun. Þá var förðun og hár í kvikmyndinni Dallas Buyers Club verðlaunað. Verðlaun fyrir bestu teiknuðu stuttmynd hlaut Mr. Hublot. Besta teiknimyndin í fullri lengd var hins vegar Frozen. Lagið Let It Go, eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez, úr Frozen var valið besta lagið.Það var sprelligosinn Ellen DeGeneres sem var aðalkynnir hátíðarinnar.vísir/gettyGravity, í leikstjórn Alfonso Cuarón, var verðlaunuð fyrir bestu tæknibrellurnar. Helium var valin besta stuttmyndin. Besta heimildarstuttmyndin var hins vegar The Lady in Number 6: Music Saved My Life. Besta heimildarmyndin var 20 Feet From Stardom. The Great Beauty frá Ítalíu hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Gravity fékk verðlaun fyrir bæði bestu hljóðblöndun og bestu hljóðklippingu.DeGeneres tísti þessari hópmynd af helstu stjörnunum á Twitter og fór vefurinn á hliðina um stund, svo vinsæl var myndin.mynd/twitterEmmanuel Lubezk hreppti verðlaunin fyrir kvikmyndatökuna í Gravity. Þá hlutu Mark Sanger og Alfonso Cuarón verðlaun fyrir klippingu myndarinnar en sá síðarnefndi leikstýrði henni einnig. Þá var Steven Price verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni. John Ridley var verðlaunaður fyrir handrit myndarinnar 12 Years a Slave. Þá fékk Spike Jonze verðlaun fyrir besta frumsamda handritið fyrir kvikmynda Her sem hann leikstýrði einnig.Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Gravity.vísir/gettyAlfonso Cuarón var valinn leikstjóri ársins fyrir kvikmyndina Gravity. Í þakkarræðu sinni sagði hann að ferli kvikmyndarinnar hafi breytt ýmsu í sínu lífi, þó helst háralit sínum og vísaði í gráa hárið. Þá þakkaði hann fjölda fólks, þar á meðal Söndru Bullock sem fór með aðalhlutverkið í myndinni. „Sandy, þú ert Gravity. Þú ert sála og hjarta myndarinnar. Þú ert ein besta manneskja sem ég hef hitt.“Cate Blanchett fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Blue Jasmine.vísir/gettyCate Blanchett var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Blue Jasmine. Hún byrjaði þakkarræðu sína á því að skipa fólki að setjast. „Setjist! Þið eruð of gömul til að standa!“ Þá þakkaði hún leikstjóra myndarinnar Woody Allen. „Takk fyrir að ráða mig Woody. Ég met það mikils,“ sagði Cate og rómaði síðan hinar leikkonurnar sem tilnefndar voru í flokknum - Amy Adams, Söndru Bullock, Meryl Streep og Judi Dench.Matthew McConaughey fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club.vísir/gettyMatthew McConaughey var valinn besti leikarinn fyrir Dallas Buyers Club. Hann sagðist þurfa þrennt á hverjum degi - einhvern til að líta upp til, einhvers til að hlakka til og einhvern til að elta. „Ég vil þakka Guði. Ég lít upp til hans. Hann hefur gefið mér tækifæri og sýnt mér að það er vísindaleg staðreynd að þakklæti er endurgoldið. Ég vil þakka fjölskyldunni minni, ég hlakka til hennar. Ég vil þakka hetjunnar minnar sem ég elti. Það er ég eftir tíu ár. Ég verð aldrei hetja, ég veit það. Ég er sáttur við það, þá hef ég einhvern til að elta.“Steve McQueen (t.v.), leikstjóri 12 Years a Slave, og Brad Pitt, framleiðandi myndarinnar.vísir/gettyÖll verðlaunin: Besta kvikmynd12 Years a SlaveBesta leikkona í aðalhlutverkiCate Blanchett (Blue Jasmine)Besti leikari í aðalhlutverki Matthew McConaughey (Dallas Buyers Club)Besta leikkona í aukahlutverki Lupita Nyong'o (12 Years a Slave)Besti leikari í aukahlutverkiJared Leto (Dallas Buyers Club)Besti leikstjóriAlfonso Cuarón (Gravity)Besta frumsamda handritHer (Spike Jonze)Besta handrit byggt á áður útgefnu efni12 Years a Slave (John Ridley)Besta lagLet it Go (Frozen)Besta kvikmyndatónlistSteven Price (Gravity)Besta listræna stjórnunThe Great GatsbyBesta klippingGravityBesta kvikmyndatakaGravityBesta hljóðklippingGravityBesta hljóðblöndunGravityBesta erlenda kvikmyndLa grande bellezza (Ítalía)Besta heimildarmynd í fullri lengdTwenty Feet from StardomBesta stutta heimildarmyndThe Lady In Number 6Besta leikna stuttmyndHeliumBesta stutta teiknimyndMr HublotBesta teiknimynd í fullri lengdFrozenBestu tæknibrellurGravityBesta hár og förðunDallas Buyers ClubBesta búningahönnunThe Great Gatsby Tengdar fréttir "Bindum enda á sögusagnirnar - við erum að deita" Jared Leto gantast á rauða dreglinum. 3. mars 2014 00:39 Datt aftur á Óskarnum Er fall fararheill hjá Jennifer Lawrence? 3. mars 2014 01:16 Svona opnaði Ellen Óskarinn Spjallþáttastjórnandinn fór á kostum á hátíðinni í gær. 3. mars 2014 14:00 Er þetta besta "selfie"-mynd allra tíma? Óskarskynnirinn Ellen DeGeneres bregður á leik með stjörnunum. 3. mars 2014 03:23 Óskarsverðlaunahafi í fótóbombstuði Jared Leto slær á létta strengi á rauða dreglinum. 3. mars 2014 03:40 Hámaði í sig pítsu Leikarinn Brad Pitt fékk sér hressingu á Óskarsverðlaunahátíðinni. 3. mars 2014 20:00 Elegans í eftirpartíinu Stjörnurnar fögnuðu ærlega eftir Óskarsverðlaunin. 3. mars 2014 20:30 Hárgreiðslur á Óskarnum Jared Leto var ekki síðri en leikkonurnar. 3. mars 2014 12:30 Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20 Konungur fótóbombanna Óskarsverðlaunahafinn fótóbombaði Anne Hathaway. 3. mars 2014 19:00 Hálsmenið hennar kostar 225 milljónir Jennifer Lawrence með svipað skart og í fyrra. 3. mars 2014 02:27 Reyndi að stela Óskarsstyttunni Jennifer Lawrence ekki sátt með tapið. 3. mars 2014 17:30 Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00 Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það var mynd leikstjórans Steves McQueen, 12 Years a Slave, sem var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Myndin hlaut þrenn verðlaun en flest verðlaun fóru til vísindaskáldsögunnar Gravity, en aðstandendur hennar fóru heim með heilar sjö styttur. Það var leikkonan Cate Blanchett sem var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina Blue Jasmine en Matthew McConaughey var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club Í aukahlutverkum voru það þau Jared Leto úr Dallas Buyers Club og leikkonan Lupita Nyong'o sem þóttu best. Leto hélt langa þakkarræðu og talaði meðal annars mikið um móður sína. „Árið 1971 var unglingsstúlka í Louisiana ólétt af sínu öðru barni. Hún hafði hætt í skóla og var einstæð móðir. Einhvern veginn náði hún að skapa sér og börnum sínum betra líf. Sú stúlka er móðir mín og hún er hér í kvöld. Ég vil bara segja: „Ég elska þig mamma og takk fyrir að kenna mér að dreyma,“ sagði leikarinn meðal annars þegar hann tók við verðlaununum. Þá þakkaði hann líka bróður sínum og minntist á hrikalegt ástand í Úkraínu og Venesúela. „Við hugsum til ykkar í kvöld.“Nyong'o táraðist í miðri ræðu.vísir/gettyNyong'o var greinilega brugðið og fór að gráta í miðri þakkarræðu. „Já! Ég veit að mikil gleði í mínu lífi er sprottin úr sársauka annarra,“ sagði hún og þakkaði meðal annars meðleikara sínum Michael Fassbender. „Þú ert kletturinn minn.“ Hún lauk síðan ræðunni á þessum orðum: „Þegar ég lít á þessa gylltu styttu minnir hún mig á að draumar eru gildir, sama hvaðan maður er.“ Ástralski búningahönnuðurinn Catherine Norris hlaut verðlaun fyrir bestu búningana fyrir The Great Gatsby. Hún er eiginkona leikstjórans Baz Luhrmann og þakkaði honum í ræðunni. Kvikmyndin hlaut einnig verðlaun fyrir leikmyndahönnun. Þá var förðun og hár í kvikmyndinni Dallas Buyers Club verðlaunað. Verðlaun fyrir bestu teiknuðu stuttmynd hlaut Mr. Hublot. Besta teiknimyndin í fullri lengd var hins vegar Frozen. Lagið Let It Go, eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez, úr Frozen var valið besta lagið.Það var sprelligosinn Ellen DeGeneres sem var aðalkynnir hátíðarinnar.vísir/gettyGravity, í leikstjórn Alfonso Cuarón, var verðlaunuð fyrir bestu tæknibrellurnar. Helium var valin besta stuttmyndin. Besta heimildarstuttmyndin var hins vegar The Lady in Number 6: Music Saved My Life. Besta heimildarmyndin var 20 Feet From Stardom. The Great Beauty frá Ítalíu hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Gravity fékk verðlaun fyrir bæði bestu hljóðblöndun og bestu hljóðklippingu.DeGeneres tísti þessari hópmynd af helstu stjörnunum á Twitter og fór vefurinn á hliðina um stund, svo vinsæl var myndin.mynd/twitterEmmanuel Lubezk hreppti verðlaunin fyrir kvikmyndatökuna í Gravity. Þá hlutu Mark Sanger og Alfonso Cuarón verðlaun fyrir klippingu myndarinnar en sá síðarnefndi leikstýrði henni einnig. Þá var Steven Price verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni. John Ridley var verðlaunaður fyrir handrit myndarinnar 12 Years a Slave. Þá fékk Spike Jonze verðlaun fyrir besta frumsamda handritið fyrir kvikmynda Her sem hann leikstýrði einnig.Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Gravity.vísir/gettyAlfonso Cuarón var valinn leikstjóri ársins fyrir kvikmyndina Gravity. Í þakkarræðu sinni sagði hann að ferli kvikmyndarinnar hafi breytt ýmsu í sínu lífi, þó helst háralit sínum og vísaði í gráa hárið. Þá þakkaði hann fjölda fólks, þar á meðal Söndru Bullock sem fór með aðalhlutverkið í myndinni. „Sandy, þú ert Gravity. Þú ert sála og hjarta myndarinnar. Þú ert ein besta manneskja sem ég hef hitt.“Cate Blanchett fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Blue Jasmine.vísir/gettyCate Blanchett var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Blue Jasmine. Hún byrjaði þakkarræðu sína á því að skipa fólki að setjast. „Setjist! Þið eruð of gömul til að standa!“ Þá þakkaði hún leikstjóra myndarinnar Woody Allen. „Takk fyrir að ráða mig Woody. Ég met það mikils,“ sagði Cate og rómaði síðan hinar leikkonurnar sem tilnefndar voru í flokknum - Amy Adams, Söndru Bullock, Meryl Streep og Judi Dench.Matthew McConaughey fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club.vísir/gettyMatthew McConaughey var valinn besti leikarinn fyrir Dallas Buyers Club. Hann sagðist þurfa þrennt á hverjum degi - einhvern til að líta upp til, einhvers til að hlakka til og einhvern til að elta. „Ég vil þakka Guði. Ég lít upp til hans. Hann hefur gefið mér tækifæri og sýnt mér að það er vísindaleg staðreynd að þakklæti er endurgoldið. Ég vil þakka fjölskyldunni minni, ég hlakka til hennar. Ég vil þakka hetjunnar minnar sem ég elti. Það er ég eftir tíu ár. Ég verð aldrei hetja, ég veit það. Ég er sáttur við það, þá hef ég einhvern til að elta.“Steve McQueen (t.v.), leikstjóri 12 Years a Slave, og Brad Pitt, framleiðandi myndarinnar.vísir/gettyÖll verðlaunin: Besta kvikmynd12 Years a SlaveBesta leikkona í aðalhlutverkiCate Blanchett (Blue Jasmine)Besti leikari í aðalhlutverki Matthew McConaughey (Dallas Buyers Club)Besta leikkona í aukahlutverki Lupita Nyong'o (12 Years a Slave)Besti leikari í aukahlutverkiJared Leto (Dallas Buyers Club)Besti leikstjóriAlfonso Cuarón (Gravity)Besta frumsamda handritHer (Spike Jonze)Besta handrit byggt á áður útgefnu efni12 Years a Slave (John Ridley)Besta lagLet it Go (Frozen)Besta kvikmyndatónlistSteven Price (Gravity)Besta listræna stjórnunThe Great GatsbyBesta klippingGravityBesta kvikmyndatakaGravityBesta hljóðklippingGravityBesta hljóðblöndunGravityBesta erlenda kvikmyndLa grande bellezza (Ítalía)Besta heimildarmynd í fullri lengdTwenty Feet from StardomBesta stutta heimildarmyndThe Lady In Number 6Besta leikna stuttmyndHeliumBesta stutta teiknimyndMr HublotBesta teiknimynd í fullri lengdFrozenBestu tæknibrellurGravityBesta hár og förðunDallas Buyers ClubBesta búningahönnunThe Great Gatsby
Tengdar fréttir "Bindum enda á sögusagnirnar - við erum að deita" Jared Leto gantast á rauða dreglinum. 3. mars 2014 00:39 Datt aftur á Óskarnum Er fall fararheill hjá Jennifer Lawrence? 3. mars 2014 01:16 Svona opnaði Ellen Óskarinn Spjallþáttastjórnandinn fór á kostum á hátíðinni í gær. 3. mars 2014 14:00 Er þetta besta "selfie"-mynd allra tíma? Óskarskynnirinn Ellen DeGeneres bregður á leik með stjörnunum. 3. mars 2014 03:23 Óskarsverðlaunahafi í fótóbombstuði Jared Leto slær á létta strengi á rauða dreglinum. 3. mars 2014 03:40 Hámaði í sig pítsu Leikarinn Brad Pitt fékk sér hressingu á Óskarsverðlaunahátíðinni. 3. mars 2014 20:00 Elegans í eftirpartíinu Stjörnurnar fögnuðu ærlega eftir Óskarsverðlaunin. 3. mars 2014 20:30 Hárgreiðslur á Óskarnum Jared Leto var ekki síðri en leikkonurnar. 3. mars 2014 12:30 Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20 Konungur fótóbombanna Óskarsverðlaunahafinn fótóbombaði Anne Hathaway. 3. mars 2014 19:00 Hálsmenið hennar kostar 225 milljónir Jennifer Lawrence með svipað skart og í fyrra. 3. mars 2014 02:27 Reyndi að stela Óskarsstyttunni Jennifer Lawrence ekki sátt með tapið. 3. mars 2014 17:30 Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00 Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
"Bindum enda á sögusagnirnar - við erum að deita" Jared Leto gantast á rauða dreglinum. 3. mars 2014 00:39
Svona opnaði Ellen Óskarinn Spjallþáttastjórnandinn fór á kostum á hátíðinni í gær. 3. mars 2014 14:00
Er þetta besta "selfie"-mynd allra tíma? Óskarskynnirinn Ellen DeGeneres bregður á leik með stjörnunum. 3. mars 2014 03:23
Óskarsverðlaunahafi í fótóbombstuði Jared Leto slær á létta strengi á rauða dreglinum. 3. mars 2014 03:40
Hámaði í sig pítsu Leikarinn Brad Pitt fékk sér hressingu á Óskarsverðlaunahátíðinni. 3. mars 2014 20:00
Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20
Hálsmenið hennar kostar 225 milljónir Jennifer Lawrence með svipað skart og í fyrra. 3. mars 2014 02:27
Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00
Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23