Þeir bestu verða enn betri Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 14:45 Porsche Boxster GTS. Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður