Sala bíla í Evrópu jókst um 8% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 12:45 Peugeot 308, bíll ársins, átti stærstan þátt í söluaukningu Peugeot. Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent
Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent