Ætlar að stökkva 110 metra á bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 15:15 Heimsmetið í „langstökki“ á bíl er rétt um 101 metri og það á Tanner Faust, sem meðal annars er einn þriggja þáttastjórnanda bandarísku útgáfunnar af Top Gear. Það stendur til að bæta þetta met um helgina og sá sem það ætlar að gera er Guerlain Chicherit sem ekki er minna þekktur maður en Faust. Chicherit varð fyrst þekktur sem frábær skíðamaður, en hann varð 4 sinnum heimsmeistari í utanbrautaskíðamennsku. Hann er þó einnig kunnur rallökumaður og hefur unnið FIA Cross Country Ralley Cup árið 2009. Þá vann hann árið 2010 dagleið í þolaksturskeppninni Paris-Dakar og hann varð ekki minna frægur af því að fara heljarstökk á Mini Countryman bíl, sem enginn hafði gert áður. Chicherit ætlar að stökkva á breyttum Mini bíl sem kostaður er af Monster Energy orkudrykkjaframleiðandanum og Toyo sem framleiðir dekk. Markmið hans er að stökkva eina 110 metra, eða gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Það ætlar hann að gera nú um helgina í vitna viðurvist þeirra hjá Guinness World Record. Ef það tekst verður vafalaust greint frá því hér á visir.is. Sjá má Tanner Faust setja núverandi heimsmet í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Heimsmetið í „langstökki“ á bíl er rétt um 101 metri og það á Tanner Faust, sem meðal annars er einn þriggja þáttastjórnanda bandarísku útgáfunnar af Top Gear. Það stendur til að bæta þetta met um helgina og sá sem það ætlar að gera er Guerlain Chicherit sem ekki er minna þekktur maður en Faust. Chicherit varð fyrst þekktur sem frábær skíðamaður, en hann varð 4 sinnum heimsmeistari í utanbrautaskíðamennsku. Hann er þó einnig kunnur rallökumaður og hefur unnið FIA Cross Country Ralley Cup árið 2009. Þá vann hann árið 2010 dagleið í þolaksturskeppninni Paris-Dakar og hann varð ekki minna frægur af því að fara heljarstökk á Mini Countryman bíl, sem enginn hafði gert áður. Chicherit ætlar að stökkva á breyttum Mini bíl sem kostaður er af Monster Energy orkudrykkjaframleiðandanum og Toyo sem framleiðir dekk. Markmið hans er að stökkva eina 110 metra, eða gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Það ætlar hann að gera nú um helgina í vitna viðurvist þeirra hjá Guinness World Record. Ef það tekst verður vafalaust greint frá því hér á visir.is. Sjá má Tanner Faust setja núverandi heimsmet í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent