Jepplingasprengja vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 10:45 Ford Escape er einn þeirra jepplinga sem seljast vel nú vestanhafs. Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Mikil aukning hefur verið í sölu jepplinga í Bandaríkjunum í vetur. Hefur þessi þróun reyndar staðið í nokkurn tíma, en aldrei sem nú þar sem veturinn hefur verið mörgum Bandaríkjamanninum erfiður. Í febrúar var sala jepplinga 26,7% meiri heldur en árið á undan og er hlutdeild jepplinga orðin 14,8% af heildarsölu nýrra bíla, en var 11,7% í fyrra. Nú er svo komið að jepplingar eru orðinn þriðji söluhæsti flokkur bíla þar vestra á eftir millistærðarfjölskyldubílum og smærri fjölskyldubílum. Sala jeppa jókst einnig mjög mikið ef bornar eru saman tölur í febrúar 2014 og 2013. Einstaka gerðir jeppa seldust í margföldu magni, en sala Jeep Cherokee sjöfaldaðist og sala Jeep merkisins í heild jókst um 47,4%. Allir bílaframleiðendu keppast nú við að bjóða jepplinga og hefur fjölgun bílgerða í þeim flokki vaxið mun meira en í öðrum flokkum og því er samkeppnin hörð.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent