Auðustu götur í heimi Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 14:15 Í borginni Ordos í héraði sem liggur nærri Mongólíu búa 20.000 manns en borgina byggðu Kínverjar fyrir ríflega 1 milljón manna, en afar fáir hafa fengist til að flytja til hennar. Engu að síður eru flest mannvirki borgarinnar tilbúin, þar á meðal gatnakerfið. Því eru götur hennar afar greiðfærar og um fögur breiðstræti hennar fer einn og einn bíll á strjáli. Saga þessarar nýbyggðu borgar er býsna grátleg og hefur hún fengið gælunafnið „draugaborg Kína“. Kínverjar höfðu miklar væntingar er þeir lögðu í þann leiðangur að byggja borgina enda í hana mikið lagt og kostað til. Margir af þeim verktökum sem þátt tóku í verkefninu hafa látið sig hverfa og stendur töluvert af byggingum borgarinnar ókláraðar og bíða þess að grotna niður. Sama á við um þá fjárfesta sem tóku þátt í byggingu íbúðarhúsa. Mjög flottur flugvöllur var byggður við borgina, en svo til enginn fer um hann. Af þeim 20.000 íbúum sem í milljón manna borginni búa eru 90% kínverskir en 10% mongólskir. Líklega er veran hjá þeim 20.000 manns ekki ólík þeirri sem Palli, í bókinni Palli var einn í heiminum, upplifði. Þeir fáu vesturlandabúar sem heimsótt hafa Ordor segja að upplifunin sé með miklu ólíkindum. Mikið sé í borgina lagt og að undarlegt sé að lagt hafi verið í svo miklar fjárfestingar án nokkurra íbúa.Hvert íbúðaháhýsið á fætur öðru, en enginn býr í þeim.Flugvöllurinn flotti og tómi.Mikið er lagt í listaverk í Ordor.Glæsileikinn blasir allsstaðar við. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent
Í borginni Ordos í héraði sem liggur nærri Mongólíu búa 20.000 manns en borgina byggðu Kínverjar fyrir ríflega 1 milljón manna, en afar fáir hafa fengist til að flytja til hennar. Engu að síður eru flest mannvirki borgarinnar tilbúin, þar á meðal gatnakerfið. Því eru götur hennar afar greiðfærar og um fögur breiðstræti hennar fer einn og einn bíll á strjáli. Saga þessarar nýbyggðu borgar er býsna grátleg og hefur hún fengið gælunafnið „draugaborg Kína“. Kínverjar höfðu miklar væntingar er þeir lögðu í þann leiðangur að byggja borgina enda í hana mikið lagt og kostað til. Margir af þeim verktökum sem þátt tóku í verkefninu hafa látið sig hverfa og stendur töluvert af byggingum borgarinnar ókláraðar og bíða þess að grotna niður. Sama á við um þá fjárfesta sem tóku þátt í byggingu íbúðarhúsa. Mjög flottur flugvöllur var byggður við borgina, en svo til enginn fer um hann. Af þeim 20.000 íbúum sem í milljón manna borginni búa eru 90% kínverskir en 10% mongólskir. Líklega er veran hjá þeim 20.000 manns ekki ólík þeirri sem Palli, í bókinni Palli var einn í heiminum, upplifði. Þeir fáu vesturlandabúar sem heimsótt hafa Ordor segja að upplifunin sé með miklu ólíkindum. Mikið sé í borgina lagt og að undarlegt sé að lagt hafi verið í svo miklar fjárfestingar án nokkurra íbúa.Hvert íbúðaháhýsið á fætur öðru, en enginn býr í þeim.Flugvöllurinn flotti og tómi.Mikið er lagt í listaverk í Ordor.Glæsileikinn blasir allsstaðar við.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent