Audi söluhæst lúxusbílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 14:30 Audi A3. Það sem af er liðið ári hefur Audi selt fleiri bíla en BMW, en það hefur ekki áður gerst að Audi selji fleiri bíla en BMW yfir heilt ár. Afar litlu munar á þýsku framleiðendunum. Audi seldi fyrstu tvo mánuðina 242.300 bíla en BMW aðeins 383 bílum færra. Því munar nánast engu á þeim, en Mercedes Benz á talsvert í land að ná hinum tveimur, en Benz hélt þessum titli allt til ársins 2005 er BMW fór framúr og hefur haldið honum síðan. Þessi staða nú þarf ekki endilega að endast út árið, en það er þó einörð stefna Audi að verða stærri framleiðandi en BMW, eitthvað sem þeir hjá Audi hafa ekki verið feimnir að láta uppi síðustu misserin. Þeir eru greinilega á réttri leið hvort sem það gerist í ár eða seinna. Audi kynnir 17 endurhannaða eða nýja bíla á árinu og ætti það að geta hjálpað Audi að ná titlinum af BMW í ár. Söluaukningin á árinu er 9,3% hjá Audi, 8,9% hjá BMW en heil 17% hjá Benz, svo slagurinn gæti orðið enn harðari í ár. Audi ætlar að selja yfir 500.000 bíla í Kína og opnar nýtt söluútibú í hverri viku þarlendis. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent
Það sem af er liðið ári hefur Audi selt fleiri bíla en BMW, en það hefur ekki áður gerst að Audi selji fleiri bíla en BMW yfir heilt ár. Afar litlu munar á þýsku framleiðendunum. Audi seldi fyrstu tvo mánuðina 242.300 bíla en BMW aðeins 383 bílum færra. Því munar nánast engu á þeim, en Mercedes Benz á talsvert í land að ná hinum tveimur, en Benz hélt þessum titli allt til ársins 2005 er BMW fór framúr og hefur haldið honum síðan. Þessi staða nú þarf ekki endilega að endast út árið, en það er þó einörð stefna Audi að verða stærri framleiðandi en BMW, eitthvað sem þeir hjá Audi hafa ekki verið feimnir að láta uppi síðustu misserin. Þeir eru greinilega á réttri leið hvort sem það gerist í ár eða seinna. Audi kynnir 17 endurhannaða eða nýja bíla á árinu og ætti það að geta hjálpað Audi að ná titlinum af BMW í ár. Söluaukningin á árinu er 9,3% hjá Audi, 8,9% hjá BMW en heil 17% hjá Benz, svo slagurinn gæti orðið enn harðari í ár. Audi ætlar að selja yfir 500.000 bíla í Kína og opnar nýtt söluútibú í hverri viku þarlendis.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent