Nakinn á setti Everest Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2014 09:30 Leikarinn Jake Gyllenhaal sló á létta strengi á setti kvikmyndarinnar Everest á sunnudag í Róm á Ítalíu. Jake spígsporaði um alsnakinn og dansaði á meðan hann spilaði á forláta pönnu. Eins og sést á myndunum hafði íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson gaman að þessu athæfi Jake en Ingvar fer með hlutverk í myndinni sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Með önnur hlutverk í myndinni fara Josh Brolin, John Hawkes, Jason Clark og Emily Watson. Áætluð frumsýning er í febrúar 2015. Músíkalskur.Í brjáluðu stuði.Þarna sést Ingvar í bakgrunninum.Þessi mynd var tekin af Baltasari og Jake fyrir stuttu. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Jake Gyllenhaal sló á létta strengi á setti kvikmyndarinnar Everest á sunnudag í Róm á Ítalíu. Jake spígsporaði um alsnakinn og dansaði á meðan hann spilaði á forláta pönnu. Eins og sést á myndunum hafði íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson gaman að þessu athæfi Jake en Ingvar fer með hlutverk í myndinni sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Með önnur hlutverk í myndinni fara Josh Brolin, John Hawkes, Jason Clark og Emily Watson. Áætluð frumsýning er í febrúar 2015. Músíkalskur.Í brjáluðu stuði.Þarna sést Ingvar í bakgrunninum.Þessi mynd var tekin af Baltasari og Jake fyrir stuttu.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira