Tesla setur markið á 500.000 bíla árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 13:15 Tesla Model S settur saman. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að leggja 230 milljarða króna fjárfestingu í nýja rafhlöðuverksmiðju sem mun geta framleitt rafhlöður í 500.000 bíla árið 2020. Þegar hún verður komin í fulla stærð árið 2020 mun heildarfjárfesting Tesla verða komin í 450-560 milljarða króna. Tesla er að skoða kosti staðsetningar fyrir verksmiðjuna og koma nú fylkin Nevada, Arizona, New Mexico og Texas til greina. Tilkoma þessarar verksmiðju mun lækka kostnað við rafhlöður bíla Tesla mjög mikið og með því gera bíla Tesla einkar samkeppnisfæra. Þessi verksmiðja mun framleiða fleiri lithion ion rafhlöður á ári en heildarársframleiðslan í heiminum í dag. Í verksmiðjunni munu vinna 6.500 manns. Panasonic, sem nú er birgi fyrir rafhlöður í Tesla bíla, mun einnig fjárfesta í verksmiðjunni og því má búast við að hún framleiði einnig rafhlöður fyrir önnur tæki en bíla Tesla. Þá hefur heyrst að Panasonic reyni að fá fleiri birgja sína í Japan til að taka þátt í fjármögnuninni. Hátt verð á rafhlöðum hefur verið helsti dragbítur á sölu rafbíla í Bandaríkjunum en fyrir það á að koma með tilkomu þessarar verksmiðju. Hagnaður var á rekstri Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og árangurinn betri en Elon Musk forstjóri Tesla átti von á. Tesla ætlar að framleiða 35.000 bíla á þessu ári, 55% fleiri en í fyrra. Ef sami 55% vöxtur heldur áfram til 2020 verður sala Tesla orðin 485.000 bílar það ár. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að leggja 230 milljarða króna fjárfestingu í nýja rafhlöðuverksmiðju sem mun geta framleitt rafhlöður í 500.000 bíla árið 2020. Þegar hún verður komin í fulla stærð árið 2020 mun heildarfjárfesting Tesla verða komin í 450-560 milljarða króna. Tesla er að skoða kosti staðsetningar fyrir verksmiðjuna og koma nú fylkin Nevada, Arizona, New Mexico og Texas til greina. Tilkoma þessarar verksmiðju mun lækka kostnað við rafhlöður bíla Tesla mjög mikið og með því gera bíla Tesla einkar samkeppnisfæra. Þessi verksmiðja mun framleiða fleiri lithion ion rafhlöður á ári en heildarársframleiðslan í heiminum í dag. Í verksmiðjunni munu vinna 6.500 manns. Panasonic, sem nú er birgi fyrir rafhlöður í Tesla bíla, mun einnig fjárfesta í verksmiðjunni og því má búast við að hún framleiði einnig rafhlöður fyrir önnur tæki en bíla Tesla. Þá hefur heyrst að Panasonic reyni að fá fleiri birgja sína í Japan til að taka þátt í fjármögnuninni. Hátt verð á rafhlöðum hefur verið helsti dragbítur á sölu rafbíla í Bandaríkjunum en fyrir það á að koma með tilkomu þessarar verksmiðju. Hagnaður var á rekstri Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og árangurinn betri en Elon Musk forstjóri Tesla átti von á. Tesla ætlar að framleiða 35.000 bíla á þessu ári, 55% fleiri en í fyrra. Ef sami 55% vöxtur heldur áfram til 2020 verður sala Tesla orðin 485.000 bílar það ár.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent