Var fyrsti bíllinn kanadískur? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2014 14:39 Er þetta fyrsti bíllinn? Flestum hefur lærst að Karl Benz hafi smíðað fyrsta bílinn árið 1885. Er þá átt við bíl sem ætlaður var til sölu og áframhaldandi framleiðslu. En átta árum áður, þ.e. árið 1877 smíðaði Kandamaðurinn Henry Seth Taylor þennan bíl sem gekk fyrir gufuafli. Ef það telst ekki bíll er bíll Karl Benz sá fyrsti, en hver er þess umkominn að segja að bíll sem gengur fyrir bensíni, dísilolíu, rafmagni eða gufualfi sé fyrsti bíllinn? Henry Seth Taylor var frá Quebec, franskættaður og starfaði sem úrsmiður. Bíll hans er á fjórum hjólum, en bíll Benz var á þremur. Hann sótti um einkaleyfi á bíl sínum og það gera menn aðeins ef meiningin er að smíða fleiri og selja almenningi. Henry ferðaðist töluvert um á þessum bíl og sýndi hann öllum þeim sem áhuga höfðu. Hámarkshraði bílsins var 24 km/klst. Bíllinn er byggður úr stáli og timbri og hann smíðaði bílinn með aðstoð lunkins stálsmiðs. Þessi bíll var alls ekki eina hugvitssamlega hugmynd og smíði Henry, en hann var óþreytandi við smíði eigin hugmynda sem hann vildi að breytti heiminum. Í fyrstu var bíll Henry ekki með neinar bremsur, en einn daginn rúllaði hann niður brekku og endaði á hliðinni og eftir það bætti hann bremsubúnaði á bílinn. Henry þótti skrítinn maður og margir gerðu grín að uppfinningum hans, en ef svo hefði ekki verið væri hann ef til vill frægari en Karl Benz. Kanadabúar voru líklega ekki tilbúnir fyrir svona róttækar uppfinningar og því fékk þessi hugvitssamlegi bíll að ryðga inní einhverri skemmu í Kanada og fannst ekki fyrr en uppúr 1960. Þá var hann keyptur til Bandaríkjanna en komst reyndar aftur til heimalands síns árið 1983 og var þá gerður upp fyrir Canadian Science Technology Museum í Ottawa. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Flestum hefur lærst að Karl Benz hafi smíðað fyrsta bílinn árið 1885. Er þá átt við bíl sem ætlaður var til sölu og áframhaldandi framleiðslu. En átta árum áður, þ.e. árið 1877 smíðaði Kandamaðurinn Henry Seth Taylor þennan bíl sem gekk fyrir gufuafli. Ef það telst ekki bíll er bíll Karl Benz sá fyrsti, en hver er þess umkominn að segja að bíll sem gengur fyrir bensíni, dísilolíu, rafmagni eða gufualfi sé fyrsti bíllinn? Henry Seth Taylor var frá Quebec, franskættaður og starfaði sem úrsmiður. Bíll hans er á fjórum hjólum, en bíll Benz var á þremur. Hann sótti um einkaleyfi á bíl sínum og það gera menn aðeins ef meiningin er að smíða fleiri og selja almenningi. Henry ferðaðist töluvert um á þessum bíl og sýndi hann öllum þeim sem áhuga höfðu. Hámarkshraði bílsins var 24 km/klst. Bíllinn er byggður úr stáli og timbri og hann smíðaði bílinn með aðstoð lunkins stálsmiðs. Þessi bíll var alls ekki eina hugvitssamlega hugmynd og smíði Henry, en hann var óþreytandi við smíði eigin hugmynda sem hann vildi að breytti heiminum. Í fyrstu var bíll Henry ekki með neinar bremsur, en einn daginn rúllaði hann niður brekku og endaði á hliðinni og eftir það bætti hann bremsubúnaði á bílinn. Henry þótti skrítinn maður og margir gerðu grín að uppfinningum hans, en ef svo hefði ekki verið væri hann ef til vill frægari en Karl Benz. Kanadabúar voru líklega ekki tilbúnir fyrir svona róttækar uppfinningar og því fékk þessi hugvitssamlegi bíll að ryðga inní einhverri skemmu í Kanada og fannst ekki fyrr en uppúr 1960. Þá var hann keyptur til Bandaríkjanna en komst reyndar aftur til heimalands síns árið 1983 og var þá gerður upp fyrir Canadian Science Technology Museum í Ottawa.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent