Er gott að bankar búi til peninga? Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. mars 2014 18:30 Frosti Sigurjónsson stýrir starfshópi forsætisráðherra um valkosti við brotaforðakerfi. Forsætisráðherra hefur falið þingmanni og tveimur hagfræðingum að meta hvort tilefni sé til umbóta á hinu svokallað brotaforðakerfi á fjármálamarkaðnum og koma með tillögur til að styrkja umgjörð undir íslensku krónuna.Bank of England: Viðskiptabankar búa til peningaÖll vestræn lönd sem búa við markaðshagkerfi styðjast við svokallað brotaforðakerfi (e. fractional reserve banking) í peningamálum. Kenningin um að bankarnir búi til ígildi peninga með innistæðum er ekki einhver villt jaðarhugmynd sem er ný af nálinni. Ekki risminni stofnun en Seðlabanki Englands, Bank of England, birti nýverið umfjöllun um þetta á vef sínum en þar segir í lauslegri þýðingu: „Hvaðan koma peningarnir? Í nútíma hagkerfi er stærstur hluti fjár í formi bankainnstæðna. En hvernig þessar bankainnstæður verða til er oft undirorpið misskilningi. Aðal aðferðin er í gegnum lánveitingar viðskiptabanka. Í hvert skipti sem banki veitir lán býr hann til innistæðu í banka lántakandans og skapar þannig nýtt fé.“ Hér má nálgast ítarefni frá Englandsbanka. Eftir alþjóðlega fjármálahrunið 2008 hefur skapast umræða um hvernig bregðast megi við göllum á þessu brotaforðakerfi. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, stýrir nýjum starfshópi forsætisráðherra sem á að skoða valkosti við kerfið og koma með tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi starfshópsins kemur fram að verkefni hans verði að „meta hvort tilefni sé til umbóta á brotaforðakerfinu hér á landi og gera grein fyrir helstu valkostum. Koma með tillögur um bætta umgjörð undir krónuna „Það hefur verið vandamál bæði í tengslum við það hvað peningamagnið hefur verið sveiflukennt, hvað skuldabyrði í heiminum hefur verið vaxandi og það sem fólk er að verða meðvitaðra um; að bankar geta búið til peninga. Það þarf að velta upp þeirri spurningu hvort það sé gott. Er til eitthvað betra fyrirkomulag? Það er hlutverk þessa starfshóps að skila skýrslu um þetta,“ segir Frosti. Með Frosta í nefndinni eru hagfræðingarnir Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Frosti segir að hlutverk nefndarinnar verði í raun að koma með tillögur um bætta umgjörð undir krónuna. „Það verður gert yfirlit yfir þær hugmyndir sem eru efstar á baugi til úrbóta á peningakerfum í heiminum. Ef við tækjum slíkar hugmyndir til skoðunar hérna á Íslandi þá myndi það vera til þess að skapa traustari umgjörð um það hvernig magni krónunnar er stýrt. Það hafa verið, við fyrstu sýn, mikil vanhöld á því,“ segir Frosti. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Forsætisráðherra hefur falið þingmanni og tveimur hagfræðingum að meta hvort tilefni sé til umbóta á hinu svokallað brotaforðakerfi á fjármálamarkaðnum og koma með tillögur til að styrkja umgjörð undir íslensku krónuna.Bank of England: Viðskiptabankar búa til peningaÖll vestræn lönd sem búa við markaðshagkerfi styðjast við svokallað brotaforðakerfi (e. fractional reserve banking) í peningamálum. Kenningin um að bankarnir búi til ígildi peninga með innistæðum er ekki einhver villt jaðarhugmynd sem er ný af nálinni. Ekki risminni stofnun en Seðlabanki Englands, Bank of England, birti nýverið umfjöllun um þetta á vef sínum en þar segir í lauslegri þýðingu: „Hvaðan koma peningarnir? Í nútíma hagkerfi er stærstur hluti fjár í formi bankainnstæðna. En hvernig þessar bankainnstæður verða til er oft undirorpið misskilningi. Aðal aðferðin er í gegnum lánveitingar viðskiptabanka. Í hvert skipti sem banki veitir lán býr hann til innistæðu í banka lántakandans og skapar þannig nýtt fé.“ Hér má nálgast ítarefni frá Englandsbanka. Eftir alþjóðlega fjármálahrunið 2008 hefur skapast umræða um hvernig bregðast megi við göllum á þessu brotaforðakerfi. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, stýrir nýjum starfshópi forsætisráðherra sem á að skoða valkosti við kerfið og koma með tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi starfshópsins kemur fram að verkefni hans verði að „meta hvort tilefni sé til umbóta á brotaforðakerfinu hér á landi og gera grein fyrir helstu valkostum. Koma með tillögur um bætta umgjörð undir krónuna „Það hefur verið vandamál bæði í tengslum við það hvað peningamagnið hefur verið sveiflukennt, hvað skuldabyrði í heiminum hefur verið vaxandi og það sem fólk er að verða meðvitaðra um; að bankar geta búið til peninga. Það þarf að velta upp þeirri spurningu hvort það sé gott. Er til eitthvað betra fyrirkomulag? Það er hlutverk þessa starfshóps að skila skýrslu um þetta,“ segir Frosti. Með Frosta í nefndinni eru hagfræðingarnir Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Frosti segir að hlutverk nefndarinnar verði í raun að koma með tillögur um bætta umgjörð undir krónuna. „Það verður gert yfirlit yfir þær hugmyndir sem eru efstar á baugi til úrbóta á peningakerfum í heiminum. Ef við tækjum slíkar hugmyndir til skoðunar hérna á Íslandi þá myndi það vera til þess að skapa traustari umgjörð um það hvernig magni krónunnar er stýrt. Það hafa verið, við fyrstu sýn, mikil vanhöld á því,“ segir Frosti.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira