13.000 pantanir í Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 10:15 Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent