Sebastian Loeb vill metið í Goodwood Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 16:00 Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent
Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent