Lífið

Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna

Ólafur Arnalds er farsæll tónlistarmaður.
Ólafur Arnalds er farsæll tónlistarmaður. vísir/valli
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til verðlauna bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.

Þættirnir Broadchurch hafa verið vinsælir í Bretlandi en auk tónlistarverðlaunanna eru þeir tilnefndir til fimm BAFTA-verðlauna. Meðal annars fyrir bestu leikstjórn og besta handritið.

Verðlaunaafhendingin fer fram í London þann 28. apríl næstkomandi en allar tilnefningar er hægt að sjá á heimasíðu akademíunnar.

Hér að neðan er hægt að heyra brot af tónlist Ólafs fyrir þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×