Svipmynd Markaðarins: Meðvituð ákvörðun að hætta í golfi Haraldur Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 08:00 Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Vísir/GVA „Mér finnst það skipta miklu máli að fyrirtæki sýni frumkvæði í að endurheimta það traust sem tapaðist í hruninu og það frumkvæði sem nær umfram það að uppfylla lagaramma og skyldur,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Advania bættist nýverið í hóp fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. „Það var frábært framtak og frumkvæði hjá Kauphöllinni, Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við HÍ að setja þetta verkefni af stað,“ segir Gestur. Fyrirtækið hefur undanfarin tvö ár unnið að þeim skipulagsbreytingum sem leiddu til viðurkenningarinnar en Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Hann lauk námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hefur að eigin sögn verið viðloðandi tæknigeirann allar götur síðan. „Ég byrjaði hjá litlu frumkvöðlafyrirtæki árið 1995 sem hét Margmiðlun, sem var þá að þróa rafræna verslunarlausn fyrir netið. Fyrirtækið þróaði meðal annars lausn fyrir Íslenska getspá sem gerði fólki kleift að tippa á netinu,“ segir Gestur. „Sá hluti Margmiðlunar var svo tekinn út í sér fyrirtæki sem fékk nafnið Betware og ég vann þar í rúm tvö ár í markaðssetningu og sölu á þeim lausnum.“ Gestur sneri aftur til Margmiðlunar árið 2002 og þá var lögð aukin áhersla á þann hluta rekstrarins sem sneri að fjarskiptum. „Sem endaði á því að OgVodafone keypti Margmiðlun árið 2004 og fylgdi ég og fleiri starfsmenn með í kaupunum. Þar var ég í sölu- og markaðsmálum og fór svo yfir í tæknimálin til ársins 2009 þegar ég tók við núverandi starfi.“ Gestur er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hann er Hafnfirðingur; fæddur, skírður, fermdur og kvæntur í bænum. Hann segist eiga of mörg áhugamál miðað við tímann sem hann hefur til að sinna þeim. „Besti frítíminn er með fjölskyldunni og ég hef til dæmis tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta í golfi og byrja ekki aftur fyrr en ég verð fimmtugur,“ segir Gestur. „Ég er í köfun með elstu dótturinni, veiðimennsku með syninum og svo er ég og yngsta dóttirin enn þá að finna út hvert okkar sameiginlega áhugamál verður en við höllumst að því að það verði kajakróður.“Ómar SvavarssonÓmar Svavarsson, forstjóri Vodafone „Við Gestur kynntumst þegar ég kom til starfa hjá Vodafone árið 2005. Við unnum saman næstu fjögur ár sem voru umbrotasöm, sem er jafnvel of vægt til orða tekið. Í erfiðustu verkefnunum þá sagði hann alltaf: „Þetta verður skemmtilegur kafli í bókinni.“ Allavega kaupi ég nokkrar þegar sagan hans kemur út undir nafninu „Þessi fallegi maður“. Gestur er heljarmenni til vinnu, gríðarlega vinnusamur, árangursmiðaður og einbeittur í meira lagi. Hann kemur ávallt hreint og beint fram, er alltaf vel undirbúinn og til í að takast á við flókin og erfið viðfangsefni.“Elísabet SveinsdóttirElísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania „Gestur er í rauninni draumaforstjórinn þar sem hann treystir sínu fólki og lætur það um að taka ákvarðanir og bakkar það upp. Já, hann skiptir sér mátulega mikið af hlutunum og það er gott að leita til hans, hann svarar fljótt og tekur ákvarðanir hratt. Ef ég á að nefna löst, sem er kannski í leiðinni kostur, þá er hann sívinnandi og gerir miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann er sanngjarn og réttsýnn – já, bara fínn gaur í alla staði – hæfilega „wild“ en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Mér finnst það skipta miklu máli að fyrirtæki sýni frumkvæði í að endurheimta það traust sem tapaðist í hruninu og það frumkvæði sem nær umfram það að uppfylla lagaramma og skyldur,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Advania bættist nýverið í hóp fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. „Það var frábært framtak og frumkvæði hjá Kauphöllinni, Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við HÍ að setja þetta verkefni af stað,“ segir Gestur. Fyrirtækið hefur undanfarin tvö ár unnið að þeim skipulagsbreytingum sem leiddu til viðurkenningarinnar en Gestur hefur starfað sem forstjóri Advania frá árinu 2009. Hann lauk námi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1995 og hefur að eigin sögn verið viðloðandi tæknigeirann allar götur síðan. „Ég byrjaði hjá litlu frumkvöðlafyrirtæki árið 1995 sem hét Margmiðlun, sem var þá að þróa rafræna verslunarlausn fyrir netið. Fyrirtækið þróaði meðal annars lausn fyrir Íslenska getspá sem gerði fólki kleift að tippa á netinu,“ segir Gestur. „Sá hluti Margmiðlunar var svo tekinn út í sér fyrirtæki sem fékk nafnið Betware og ég vann þar í rúm tvö ár í markaðssetningu og sölu á þeim lausnum.“ Gestur sneri aftur til Margmiðlunar árið 2002 og þá var lögð aukin áhersla á þann hluta rekstrarins sem sneri að fjarskiptum. „Sem endaði á því að OgVodafone keypti Margmiðlun árið 2004 og fylgdi ég og fleiri starfsmenn með í kaupunum. Þar var ég í sölu- og markaðsmálum og fór svo yfir í tæknimálin til ársins 2009 þegar ég tók við núverandi starfi.“ Gestur er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hann er Hafnfirðingur; fæddur, skírður, fermdur og kvæntur í bænum. Hann segist eiga of mörg áhugamál miðað við tímann sem hann hefur til að sinna þeim. „Besti frítíminn er með fjölskyldunni og ég hef til dæmis tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta í golfi og byrja ekki aftur fyrr en ég verð fimmtugur,“ segir Gestur. „Ég er í köfun með elstu dótturinni, veiðimennsku með syninum og svo er ég og yngsta dóttirin enn þá að finna út hvert okkar sameiginlega áhugamál verður en við höllumst að því að það verði kajakróður.“Ómar SvavarssonÓmar Svavarsson, forstjóri Vodafone „Við Gestur kynntumst þegar ég kom til starfa hjá Vodafone árið 2005. Við unnum saman næstu fjögur ár sem voru umbrotasöm, sem er jafnvel of vægt til orða tekið. Í erfiðustu verkefnunum þá sagði hann alltaf: „Þetta verður skemmtilegur kafli í bókinni.“ Allavega kaupi ég nokkrar þegar sagan hans kemur út undir nafninu „Þessi fallegi maður“. Gestur er heljarmenni til vinnu, gríðarlega vinnusamur, árangursmiðaður og einbeittur í meira lagi. Hann kemur ávallt hreint og beint fram, er alltaf vel undirbúinn og til í að takast á við flókin og erfið viðfangsefni.“Elísabet SveinsdóttirElísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania „Gestur er í rauninni draumaforstjórinn þar sem hann treystir sínu fólki og lætur það um að taka ákvarðanir og bakkar það upp. Já, hann skiptir sér mátulega mikið af hlutunum og það er gott að leita til hans, hann svarar fljótt og tekur ákvarðanir hratt. Ef ég á að nefna löst, sem er kannski í leiðinni kostur, þá er hann sívinnandi og gerir miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann er sanngjarn og réttsýnn – já, bara fínn gaur í alla staði – hæfilega „wild“ en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira