Sigur fyrir borgarbúa Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. mars 2014 19:40 Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Viðsnúningur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur er sigur borgarbúa. Þetta segir formaður borgarráðs. Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um 40 milljarða á síðasta ári. Árið 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur til leik aðgerðaráætlun, Planið svokallaða, til að bjarga rekstri fyrirtækisins. Planið virðist vera að ganga upp. Orkuveitan fékk lán frá eigendum sínum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð um mitt ár 2011. Rekstur fyrirtækisins var þá í miklum ólestri. Aðgerðaráætlunin Planið var sett í gang og var stefnt að því að ná tilbaka 51 milljarði í lok árs 2016. Það hefur gengið vonum framar því nú er búið að ná meira en 80% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila. „Fyrirtækið var auðvitað í gríðarlegum vanda árið 2011 þegar við sjósettum áætlun okkar sem við köllum Planið. Það var fyrirséð að árið 2013 yrði erfiðast. Við erum komin standandi í gegnum það og staðið við allar okkar skuldbindingar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Rekstrarkostnaður lækkað gríðarlega Skuldir Orkuveitunnar lækkuðu um tæpa 39 milljarða á síðasta starfsári. Nettóskuldir nema 186 milljörðum í dag og hafa lækkað um 48 milljarða á síðustu fjórum árum. Horfur í rekstri Orkuveitunnar eru nokkuð bjartar að mati Bjarna en tekist hefur að lækka verulega rekstrarkostnað fyrirtækisins. „Rekstrarkostnaður hefur lækkað alveg gríðarlega og mun hraðar en við þorðum að vona. Auðvitað er fækkun starfsfólks hluti af því. Við höfum fækkað starfsfólki um 200 manns en það virðist ekki koma neitt niður á þjónustu fyrirtækisins,“ segir Bjarni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er afar ánægður með rekstrarafkomu Orkuveitunnar og hrósar starfsfólki fyrirtækisins. „Það þurfti allt að ganga upp til þess að þetta ár gengi vel. Ég held að þetta sé sigur fyrir alla borgarbúa og eigendur orkuveitunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira