Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2014 20:00 Fráfarandi formaður samtaka verslunar og þjónustu fer hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórninnar og kallar eftir aðgerðum. Ríkisstjórnin eigi frekar að opna glugga en að þyrla upp ryki. Aðalfundur Samtaka verslunar og þjónustu fór fram í dag. Margrét Kristmannsdóttir, fráfarandi formaður, gagnrýndi ríkisstjórnina nokkuð harðlega í síðustu ræðu sinni sem formaður. „Það sem við vorum að benda ríkisstjórninni á var að einblína á stóru málin - ekki rjúfa friðinn hér í landi. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan sem við verðum í sameiningu að leysa. Við verðum að snúa bökum saman,“ segir Margrét. Margrét hvetur ríkisstjórnina til að standa við gefin loforð og lækka vörugjöld og tolla. „Aðilar vinnumarkaðarins þurfa á að halda að ríkisstjórnin standi þétt við bakið á þeim. Það hefur hún ekki gert hingað til en hefur tækifæri til að bæta ráð sitt.“Ömurleg staða Í ræðu sinni talaði Margrét um þann veruleika að víða um land væru verslanir að loka. Verslunarpláss á besta stað stæðu auð. Það sé ömuleg staða fyrir atvinnugreinina og ömurleg staða fyrir þjóðina. „Það vantar kaupmátt hér á landi - heimilin hafa hreinlega ekki nóg á milli handanna þegar kemur að því að fara í verslanir og við þurfum smám saman að breyta því,“ segir Margrét. Margrét Sanders tók við formennsku í dag. Fyrirrrennari hennar telur verslun á Íslandi enn eiga langt í land með að ná fyrri hæðum. „Verslun á enn langt í land með að ná þeirri stöðu sem hún hafði fyrir nokkrum árum. Stjórnvöld þurfa virkilega að tryggja að verslun hér á landi búi við samkeppnishæf skilyrði og sem hún gerir því miður ekki,“ sagði Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Fráfarandi formaður samtaka verslunar og þjónustu fer hörðum orðum um forgangsröðun ríkisstjórninnar og kallar eftir aðgerðum. Ríkisstjórnin eigi frekar að opna glugga en að þyrla upp ryki. Aðalfundur Samtaka verslunar og þjónustu fór fram í dag. Margrét Kristmannsdóttir, fráfarandi formaður, gagnrýndi ríkisstjórnina nokkuð harðlega í síðustu ræðu sinni sem formaður. „Það sem við vorum að benda ríkisstjórninni á var að einblína á stóru málin - ekki rjúfa friðinn hér í landi. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan sem við verðum í sameiningu að leysa. Við verðum að snúa bökum saman,“ segir Margrét. Margrét hvetur ríkisstjórnina til að standa við gefin loforð og lækka vörugjöld og tolla. „Aðilar vinnumarkaðarins þurfa á að halda að ríkisstjórnin standi þétt við bakið á þeim. Það hefur hún ekki gert hingað til en hefur tækifæri til að bæta ráð sitt.“Ömurleg staða Í ræðu sinni talaði Margrét um þann veruleika að víða um land væru verslanir að loka. Verslunarpláss á besta stað stæðu auð. Það sé ömuleg staða fyrir atvinnugreinina og ömurleg staða fyrir þjóðina. „Það vantar kaupmátt hér á landi - heimilin hafa hreinlega ekki nóg á milli handanna þegar kemur að því að fara í verslanir og við þurfum smám saman að breyta því,“ segir Margrét. Margrét Sanders tók við formennsku í dag. Fyrirrrennari hennar telur verslun á Íslandi enn eiga langt í land með að ná fyrri hæðum. „Verslun á enn langt í land með að ná þeirri stöðu sem hún hafði fyrir nokkrum árum. Stjórnvöld þurfa virkilega að tryggja að verslun hér á landi búi við samkeppnishæf skilyrði og sem hún gerir því miður ekki,“ sagði Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira