Upplýsingakerfi í bílum alltof flókin Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2014 11:36 Upplýsingakerfi í Ferrari bíl. Stór könnun á vegum Consumer Reports í Bandaríkjunum leiðir í ljós að bíleigendum finnst flestum þau nýju upplýsingakerfi sem í bílum þeirra eru séu alltof flókin og trauðskiljanleg. Virðist það eiga við alla aldursflokka þó svo óánægjan aukist nokkuð við hækkun aldurs. Svo rammt kveður við að 37% þeirra bíleigenda sem eru í yngsta hópnum, mjög meðtækilegt fólk fyrir tækninýjungum, hreinlega hatar upplýsingakerfið í bílnum sínum. Fólk á aldrinum 65 ára og eldri virðist lítið skilja í upplýsingakerfunum því 70% þeirra eiga í miklum erfiðleikum með að nýta þau. Sú tala fellur í 52% fyrir aldurinn 45-64 ára. Í grein Jalopnik um þessa könnun segir greinarhöfundur að hann starfi að miklu leiti við að prófa nýja bíla og eigi því að vera orðinn ansi fær að eiga við svona upplýsingakerfi, en að hann eigi oftast nær í erfiðleikum við þau og sum þeirra sé hreinræktuð vitleysa og afar illa skipulögð. Greinarhöfundur þessarar greinar er í svipuðum sporum og upplifun hans álíka. Vonandi taka bílaframleiðendur sig á hvað þetta varðar og lesa þessa könnun Consumer Reports. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Stór könnun á vegum Consumer Reports í Bandaríkjunum leiðir í ljós að bíleigendum finnst flestum þau nýju upplýsingakerfi sem í bílum þeirra eru séu alltof flókin og trauðskiljanleg. Virðist það eiga við alla aldursflokka þó svo óánægjan aukist nokkuð við hækkun aldurs. Svo rammt kveður við að 37% þeirra bíleigenda sem eru í yngsta hópnum, mjög meðtækilegt fólk fyrir tækninýjungum, hreinlega hatar upplýsingakerfið í bílnum sínum. Fólk á aldrinum 65 ára og eldri virðist lítið skilja í upplýsingakerfunum því 70% þeirra eiga í miklum erfiðleikum með að nýta þau. Sú tala fellur í 52% fyrir aldurinn 45-64 ára. Í grein Jalopnik um þessa könnun segir greinarhöfundur að hann starfi að miklu leiti við að prófa nýja bíla og eigi því að vera orðinn ansi fær að eiga við svona upplýsingakerfi, en að hann eigi oftast nær í erfiðleikum við þau og sum þeirra sé hreinræktuð vitleysa og afar illa skipulögð. Greinarhöfundur þessarar greinar er í svipuðum sporum og upplifun hans álíka. Vonandi taka bílaframleiðendur sig á hvað þetta varðar og lesa þessa könnun Consumer Reports.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent