Nýr Peugeot í Peking Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 10:15 Peugeot Exalt tilraunabíllinn. Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent
Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent