Volkswagen Golf R langbakur Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 12:45 Langbaksgerð Volkswagen Golf R. Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Volkswagen Golf bílar eru til í ótrúlega mörgum útfærslum og með meira úrvali véla en gengur og gerist með flestar bílgerðir. Kraftaútgáfur Golf eru nú þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI, GTD dísilbíll, GTE tvinnbíll og sá allra öflugasti Golf R, auk þess sem til eru blæjuútgáfur GTI og Golf R. Þar með er ekki öll sagan sögð því Volkswagen virðist einnig ætla að bjóða Golf R í langbaksútfærslu. Sést hefur til prófana á þannig bíl. Hann verður þá væntanlega með sömu 300 hestafla, 2,0 lítra vélinni með forþjöppu sem er í venjulegum Golf R. Hann ætti því að sameina sportbílaeiginleika með miklu notagildi. Er þá kominn bíll með ekki ósvipað DNA og Audi RS4, sem reyndar fæst aðeins í langbaksútfærslu, en þessi ætti bara að verða miklu ódýrari. Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur nú fengið fyrsta bílinn af hefðbundinni gerð Golf R og má nú berja hann augum í sýningarsal Heklu á Laugavegi. Er þar á ferð mikið augnayndi, en að sögn Heklumanna hafa 2 slíkir bílar selst nú þegar og því líklegt að fleiri séu á leiðinni.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent