Lotus fær hjálp frá breska ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 16:15 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent