Lifir gamli Volvo XC90 áfram í Kína? Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 13:15 Volvo XC90 jeppinn. Hann er sannarlega kominn til ára sinna hinn ágæti jeppi Volvo XC90, en það þýðir ekki að framleiðslu hans verði hætt endanlega. Hann mun líklega eiga framhaldslíf í Kína og framleiðslu hans haldið áfram þar. Stutt er orðið í næstu kynslóð Volvo XC90, sem kemur á markað seinna á þessu ári og hafa margir lengi beðið eftir þeim bíl, en kynningu hans hefur verið frestað mörgum sinnum. Það yrði núverandi eigandi Volvo, bílaframleiðandinn Geely í Kína sem myndi sjá áfram um framleiðslu eldri gerðar XC90, þrátt fyrir að nýja gerðin verði einnig til sölu þar. Sá eldri verður í boði sem ódýrari valkostur en nýi bíllinn. Aðeins einn vélarkostur yrði í eldri XCX90 bílnum, 2,5 lítra og fimm strokka vél með forþjöppu. Nú eru þegar liðin 12 ár í framleiðslu fyrstu og einu kynslóðar Volvo XC90 bílsins og eru fá dæmi um slíkt á seinni árum, en árin halda áfram að telja með framleiðslunni í Kína. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Hann er sannarlega kominn til ára sinna hinn ágæti jeppi Volvo XC90, en það þýðir ekki að framleiðslu hans verði hætt endanlega. Hann mun líklega eiga framhaldslíf í Kína og framleiðslu hans haldið áfram þar. Stutt er orðið í næstu kynslóð Volvo XC90, sem kemur á markað seinna á þessu ári og hafa margir lengi beðið eftir þeim bíl, en kynningu hans hefur verið frestað mörgum sinnum. Það yrði núverandi eigandi Volvo, bílaframleiðandinn Geely í Kína sem myndi sjá áfram um framleiðslu eldri gerðar XC90, þrátt fyrir að nýja gerðin verði einnig til sölu þar. Sá eldri verður í boði sem ódýrari valkostur en nýi bíllinn. Aðeins einn vélarkostur yrði í eldri XCX90 bílnum, 2,5 lítra og fimm strokka vél með forþjöppu. Nú eru þegar liðin 12 ár í framleiðslu fyrstu og einu kynslóðar Volvo XC90 bílsins og eru fá dæmi um slíkt á seinni árum, en árin halda áfram að telja með framleiðslunni í Kína.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent