Nissan í stað Ford í Meistaradeildinni Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 10:00 Ford hefur lengi verið stuðningsaðili Meistaradeildarinnar. Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent