Mercedes Benz aldrei selt fleiri bíla á mánuði Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 15:00 Mercedes Benz E-Class Betterparts Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Í nýliðnum mars seldi Mercedes Benz fleiri bíla en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert. Fjöldi seldra bíla í mars var 158.523 og á fyrsta ársfjórðungi ársins hefur Mercedes Benz aldrei afhent fleiri bíla en nú, eða 15% fleiri en í fyrra. Mikil sala hefur verið í E-Class línunni, en einnig hefur góð sala í GLA-, CLA-, B- og A-Class bílum Mercedes Benz. Þessi mikla söluaukning kemur í kjölfar mjög góðs árs hjá Mercedes Benz í fyrra. Vöxtur Mercedes Benz er á öllum þeim mörkuðum sem bílar fyrirtækisins eru seldir. Þó ber söluaukningin í Kína hæst, sem var 34% og er það söluhæsti markaður fyrir bíla Mercedes Benz. Í Bandaríkjunum var 11% aukning og 8% í Evrópu, en aðeins varð 1% aukning í sölu í heimalandinu Þýskalandi. Salan hjá undirmerki Benz, Smart dalaði um 9% og seldust aðeins 9.555 bílar í þeim mánuði. Mercedes Benz hefur uppi áætlanir að fara fram úr bæði BMW og Audi í sölu bíla við enda þessa áratugar og ætlar í því augnamiði að kynna 30 nýjar bílgerðir fram til ársins 2020 og munu 12 þeirra ekki eiga neinn forvera.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent