Hraðaheimsmet á sláttutraktor Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2014 09:32 Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent
Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent