8,9% aukning bílasölu í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 16:12 Sala bíla er á hægri uppleið. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður