Uppblásanlegur barnabílstóll frá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 13:04 Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent