Milljón Dacia Duster á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 14:15 Dacia Duster. Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent
Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent