Fyrstu Saab tvinnbílarnir af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 10:30 Saab 9-3 Aero Sedan. hybridCARS Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Þegar kínverskir fjárfestar kræktu í sænska bílaframleiðandann Saab var það gert í því skyni að gera Saab að rafmagnsbílum. Meiningin var að smíða áfram Saab 9-3 Aero Sedan bílinn og knýja hann áfram með rafmagni. Fyrstu 200 nýju eintökin af bílnum eru nú í smíðum sem tvinnbílar. Þeir komast fyrstu 200 kílómetrana á rafmagni. Eftir fyrri yfirlýsingar nýrra eigenda Saab, NEVS (National Electric Vehicles Sweden) um að breyta bílnum í rafmagnsbíl, hefur það vakið furðu sumra að hann er nú orðinn tvinnbíll. Þó eru fáir tvinnbílar sem komast lengra á rafmagninu einu saman en þessi bíll. Enn aðrir hafa áhyggjur af því að Saab 9-3 bíllinn þyki gamaldags, enda er hann orðinn 12 ára gamall bíll og langt frá því framúrstefnulegur, en ber þó klassíska hönnun. Nýi tvinnbíllinn er með 220 hestafla drifrás og er fjögurra strokka bensínvél í bílnum auk rafmagnsmótora. Fyrstu 200 bílarnir fara á markað í Kína, en þó einhver eintök til valdra aðila í Svíþjóð. Það er þó vonandi fyrir Saab aðdáendur að bílar Saab verði boði fyrir almenning, en nú eru liðin tvö og hálft ár síðan verksmiðjur Saab í Trollhättan lokuðu vegna gjaldþrots.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent