Upp skíðabrekku á kappakstursbíl Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 08:45 Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent