Bílum rigndi af himnum ofan Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 17:15 Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent