Sneggsti Smart-bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 10:23 Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent
Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent