Sláandi kínversk eftirlíking Ford Raptor Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 10:04 Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent