Hagnaður Ford minnkar um 39% Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 11:30 Ford F-150 pallbíllinn er söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum. Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Ford hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og það var ekki til að gleðja hluthafa að hagnaðurinn minnkar um 39% frá árinu í fyrra. Hagnaðurinn var þó 118 milljarðar króna, en var 185 milljarðar í fyrra. Allur hagnaður Ford kemur á heimavelli í Bandaríkjunum og gott betur en það því þar hagnaðist Ford um 170 milljarða króna. Verra gengi annarsstaðar í heiminum dregur niður hagnað Ford. Í Evrópu nam tapið 22 milljörðum króna en minnkaði þó verulega frá fyrra ári, er tapið var 48 milljarðar. Annað markaðssvæði sem Ford tapaði á er í S-Ameríku og var það 58 milljarðar og jókst úr 25 milljörðum frá því í fyrra. Reksturinn í Kína og restinni af Asíu skilaði þó 33 milljarða króna hagnaði. Ford hagnaðist einnig á starfsemi sinni í miðausturlöndum og Afríku og skilaði hún 6 milljörðum í kassann. Ford seldi 6% fleiri bíla á fyrsta ársfjórðungi í ár en í fyrra, en salan í Bandaríkjunum minnkaði samt um 3%. Í þessu uppgjöri Ford nú verður að taka tillit til þess að Ford setti til hliðar 45 milljarða króna í sjóð sem notaður verður ef til skyndilegra innkallana kemur. Ef sá sjóður hefði bæst við hagnaðinn hefði hann aðeins orðið 12% minni en í fyrra, ekki 39% minni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent