Volkswagen íhugar retro-bílalínu Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 09:45 Volkswagen Bulli. Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent