Mercedes G-Class lifir en breytist Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2014 10:00 G-Class svipar til flutningagáms í útliti, en er frábær bíll til utanvegaaksturs. Jalopnik Tilvist hins kassalaga jeppa G-Class frá Mercedes Benz hefur á undaförnum árum ekki verið trygg og hefðu margir syrgt brotthvarf hans ef svo hefði orðið. Nú er framhaldslíf hans tryggt, en bíllinn mun þó fara í gegnum miklar breytingar á næstunni. Þær breytingar snúa ekki að ytra útliti bílsins, sem meiningin er að halda að mestu óbreyttu. En miklar breytingar verða inni í bílnum, í vélbúnaði hans og efnisvali. Meiningin er að létta bílinn mikið, minnst um 200 kíló og mun hástyrktarstál og ál koma þar mikið við sögu. G-Class, eða Gelanderwagen eins og heimamenn í Þýskalandi þekkja bílinn undir, mun breikka um 10 sentimetra og á það að auka stöðugleika hans. Bíllinn mun að auki fá nýjar sparneytnari og aflmeiri vélar og 9 gíra sjálfskiptingu. Ýmsum rafeindabúnaði verður bætt í bílinn og fær hann sumt af honum lánaðan úr nýja lúxusbílnum S-Class. Allar þessar breytingar á bílnum munu taka nokkurn tíma, en líklega munu líða tvö ár þangað til hann kemur fram á sjónarsviðið með þeim öllum. Þá verður G-Class bíllinn kominn inní 21. öldina þó svo útlit hans sé meira í ætt við síðustu öld, en þess má geta að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Tilvist hins kassalaga jeppa G-Class frá Mercedes Benz hefur á undaförnum árum ekki verið trygg og hefðu margir syrgt brotthvarf hans ef svo hefði orðið. Nú er framhaldslíf hans tryggt, en bíllinn mun þó fara í gegnum miklar breytingar á næstunni. Þær breytingar snúa ekki að ytra útliti bílsins, sem meiningin er að halda að mestu óbreyttu. En miklar breytingar verða inni í bílnum, í vélbúnaði hans og efnisvali. Meiningin er að létta bílinn mikið, minnst um 200 kíló og mun hástyrktarstál og ál koma þar mikið við sögu. G-Class, eða Gelanderwagen eins og heimamenn í Þýskalandi þekkja bílinn undir, mun breikka um 10 sentimetra og á það að auka stöðugleika hans. Bíllinn mun að auki fá nýjar sparneytnari og aflmeiri vélar og 9 gíra sjálfskiptingu. Ýmsum rafeindabúnaði verður bætt í bílinn og fær hann sumt af honum lánaðan úr nýja lúxusbílnum S-Class. Allar þessar breytingar á bílnum munu taka nokkurn tíma, en líklega munu líða tvö ár þangað til hann kemur fram á sjónarsviðið með þeim öllum. Þá verður G-Class bíllinn kominn inní 21. öldina þó svo útlit hans sé meira í ætt við síðustu öld, en þess má geta að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent