Aukning í bílasölu 18,1% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2014 15:21 Ágætur gangur er í bílasölu á árinu. Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 18,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013 eða aukning um 105 bíla. Samtals hafa verið skráðir 2257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 17,8% aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Mikil aukning hefur verið í sölu atvinnubíla og sem dæmi þá voru nýskráðir 30 vörubílar á tímabilinu 1.janúar til 31.mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tímabili. Alls voru skráðir 204 sendibílar og fyrstu þrem mánuðum ársins á móti 113 samanborði við sama tímabil árið 2013. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%. Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum. Einnig hafa öll bílaumboðin lagt mikið í að ná sem hagkvæmustu samningum við sína byrgja með góðum árangri sem endurspeglast í verði nýrra bíla í dag segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 18,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013 eða aukning um 105 bíla. Samtals hafa verið skráðir 2257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 17,8% aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Mikil aukning hefur verið í sölu atvinnubíla og sem dæmi þá voru nýskráðir 30 vörubílar á tímabilinu 1.janúar til 31.mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tímabili. Alls voru skráðir 204 sendibílar og fyrstu þrem mánuðum ársins á móti 113 samanborði við sama tímabil árið 2013. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%. Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum. Einnig hafa öll bílaumboðin lagt mikið í að ná sem hagkvæmustu samningum við sína byrgja með góðum árangri sem endurspeglast í verði nýrra bíla í dag segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður