Bílabúð Benna í Eyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 09:45 Porsche Macan. Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Það er öruggur vorboði þegar Bílabúð Benna leggur land undir fót og þeytist með nýju bílana sína landshorna á milli. Snæfellsnes var heimsótt um síðustu helgi og nú bruna þeir með bílalestina til Vestmannaeyja og slá upp sýningu bæði laugardag og sunnudag, 17. og 18. maí. Til sýnis verða nýjustu bílarnir frá Chevrolet, en auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var nú á dögunum. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent