102 ára á 320 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 08:45 Edith Pittenger og Mario Andretti eftir bíltúrinn. Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent