New York stælir Stokkhólm í umferðarmálum Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 14:22 Bílaumferð í Stokkhólmi. Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent