Textaskilaboð í akstri varða fangelsun á Írlandi Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 10:07 Stórhættulegur leikur við akstur. Um næstu mánaðarmót verða tekin í gildi ný lög í Írlandi er varða refsingu við ritun eða lestur textaskilaboða á meðan akstri stendur. Lögin eru með þeim ströngustu sem um getur í heiminum því álíka viðurlög eru við slíkum brotum þar og ölvunarakstri. Lægsta sekt sem ökumaður getur hlotið fyrir að senda eða taka á móti textaskilaboðum er 1.000 Evrur, eða 156.000 krónur. Næsta slíka brot varðar 2.000 Evra sekt og sú þriðja varðar fangelsun. Í fyrri lögum voru engin refiákvæði við þessari háttsemi ökumanna, nema þau að ökumenn fengu 2 refsipunkta í ökuferilsskrá sína. Ökumenn á Írlandi sem fá alls 12 refsistig eru sviptir ökuréttindum í hálft ár. Engu breytir í nýju lögunum hvort ökumenn halda á símum sínum eða þeir eru í þar til gerðum standi, öll textaskilaboð í akstri eru bönnuð. Eingöngu er leyft að senda slík skilaboð ef þau fara fram með rödd ökumanns gegnum síma sem tengd er hljóðkerfi bílsins. Kannanir hafa sýnt að á Írlandi eru textaskilaboð við akstur einna algengust í Evrópu. Ökumenn vita af alvarleika brota sinna, hversu hættuleg þau eru og að þeim verður að linna. Því eru ekki uppi mikil mótmæli við lagasetningunni. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent
Um næstu mánaðarmót verða tekin í gildi ný lög í Írlandi er varða refsingu við ritun eða lestur textaskilaboða á meðan akstri stendur. Lögin eru með þeim ströngustu sem um getur í heiminum því álíka viðurlög eru við slíkum brotum þar og ölvunarakstri. Lægsta sekt sem ökumaður getur hlotið fyrir að senda eða taka á móti textaskilaboðum er 1.000 Evrur, eða 156.000 krónur. Næsta slíka brot varðar 2.000 Evra sekt og sú þriðja varðar fangelsun. Í fyrri lögum voru engin refiákvæði við þessari háttsemi ökumanna, nema þau að ökumenn fengu 2 refsipunkta í ökuferilsskrá sína. Ökumenn á Írlandi sem fá alls 12 refsistig eru sviptir ökuréttindum í hálft ár. Engu breytir í nýju lögunum hvort ökumenn halda á símum sínum eða þeir eru í þar til gerðum standi, öll textaskilaboð í akstri eru bönnuð. Eingöngu er leyft að senda slík skilaboð ef þau fara fram með rödd ökumanns gegnum síma sem tengd er hljóðkerfi bílsins. Kannanir hafa sýnt að á Írlandi eru textaskilaboð við akstur einna algengust í Evrópu. Ökumenn vita af alvarleika brota sinna, hversu hættuleg þau eru og að þeim verður að linna. Því eru ekki uppi mikil mótmæli við lagasetningunni.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent