Hetjudáðir íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni vekja athygli Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 12:19 Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent
Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent